IMG_0231 smaller.jpg

Karl Óskar Smárasson

Otherwise known as Kalli the red, Karl enjoys collecting various beers, wines and booze. We imagine him sitting and staring at them while polishing his old side-by-side shotgun and drinking whisky older than him. Kalli is certainly the most organized of the three. 

Kalli trained at VOX restaurant in the Hilton Hotel. When he finally got tired of ironing his chef whites he transferred over to Matur og Drykkur and met the guys. Some of his other culinary feats include his time as team assistant for 2015 Bocuse d'Or team representing Iceland and a month long stage at Kadeau in Copenhagen. He grew up in Flúðir where his parents still live and run a vegetable farm. Luckily for us, we get to sift through the second hand vegetables for our menu that are otherwise turned into compost. It´s a shame. We don´t need our tomatoes to be perfectly round or cucumbers that resemble sex toys. Would that not be considered judgmental? Have no fear, no judgement here.

Karl eða Kalli Rauði, eins og við köllum hann, er mjög einbeittur og greindur einstaklingur með blóðbragð í munninum.

Ef hann er ekki ber að ofan, sveittur að glíma í Mjölni þá er hann heima hjá sér að vökva kryddplönturnar sínar, að bóna tvíhleypuna sína eða að drekka viský eldra en hann sjálfur.

Við hinir höldum því fram að hann hafi verið Neandelsmaður í fyrra lífi sem stjórnaði stórum veiðihópi, sem hafði það aðeins í huga, að  veiða, grilla, og drekka góðan bjór.

Hann Kalli stundaði námið sitt á Vox og hefur síðustu ár verið tryggur aðstoðarmaður í Bocousedor akademíunni og í stórum uppákomum og veislum sem margir af þekktustu og reyndustu matreiðslumönnum Íslands hafa stjórnað. Er hann því fullur af góðri reynslu sem kemur sér vel hjá Le Kock.

Hann er klárlega hljóðlátasti einstaklingurinn í hópnum en þó mest athugull af okkur þremur og eru því fáir hlutir sem fara framhjá Kalla óséðir.

 

 

IMG_0230 smaller.jpg

Markús Ingi Guðnason

Markús is a surfer. Sometimes we just don´t know where he is. If he is not in the kitchen or somewhere on the coast looking for waves then he is more than likely reading a book. Markús is half Icelandic but grew up in the states. He is still learning Icelandic so give him a break. Speak it slowly. 

Markús moved to Iceland three winters ago. He traveled though the countryside for awhile before settling down with the head chef position at Matur og Drykkur in Reykjavik. He bailed on Iceland for 6 months to work as the Sous Chef at restaurant KOKS in the Faroe Islands. He eventually became homesick. He is always home sick. Markús is homeless. He has been living on the go for 10 years. He graduated from Keiser University cooking school in Florida before moving up to New Hampshire and entering into the world of fine dining. His stories are eventful and often frightening. Like that one time he got frostbite or the other one where he surfed in a bloody ocean near a sheep slaughtering facility. True story. 

Markús Ingi er hálf íslenskur og hálf bandarískur. Hann byrjaði ungur að vinna í eldhúsi og kláraði námið sitt í Flórída og flutti svo til Hampshire og vann þar sem matreiðslumaður í 4 ár og ræktaði “hippsterinn”  í sér. Hann tók þátt í mörgum verkefnum tengdum mat og öðrum pop-up uppákomum.

Eftir að hafa þurft að þola hitann í öll þessi ár fór hann að átta sig á því að íslendingurinn í honum gerði alltaf meira og meira vart um sig og ákvað hann loks að flytja hingað, árið 2014 (það heyrist á hreimnum).

Hann er algjört náttúrubarn og líður honum best einum með sjálfum sér og góðri bók.

Honum hefur oft verið líkt við kött, þar sem erfitt er að plata hann út í eitthvað rugl eins og t.d. að koma í stór matarboð með mörgum íslendingum sem tala út í eitt eða að fara á sólbaðstofu.

Hann fer yfirleitt sínar eigin leiðir, hefur alltaf gert og mun alltaf gera.

Hann hefur alltaf átt eitt stórt áhugamál fyrir utan það auðvitað að elda, lesa, sofa, borða, drekka og að verða kalt en það er sjórinn. Markús á það nefnilega til að láta sig hverfa mjög snemma á morgnanna til þess að stíga ölduna á brimbrettinu sínu, sem passar engan veginn inn í Pontiac Grand Am sinn sem hann keyrir um allt Ísland á eins og Willys jeppa.

 

IMG_0216 smaller.jpg

Knútur Hreiðarsson

Knútur defines the term organized chaos. His kitchen at home looks like a vintage shop regurgitated its entire stock and then cloned it. The man has two of everything. We often wonder where all of his ideas are coming from. We just nod our heads and smile.  He has a beautiful baby named Klara with his wonderful girlfriend Theódora, whom is an aspiring designer.

Knútur grew up in Hafnarfjörður and trained in the perfectionist french kitchen at Hotel Holt under chef Friðgeir. Knútur got worn out polishing the epic stove top and took a break from his studies and rampaged through Iceland cooking in a diverse variety of kitchens all over Iceland. He ended up at Matur og Drykkur to finish his studies. Knútur is the most talkative of the bunch so you will happily be greeted by him at the counter. His impressions of other people leave us in stitches. His imitations are impeccable. He comes from a family of carpentry, music, steel work and design. (Hence, the obsession with vintage goodies) If it wasn't for cooking he would be a stand up comic or an interior designer.

Knútur er svo sannarlega fiðrildið í hópnum sem Karl og Markús eiga í fullu fangi með að halda niðri á jörðinni. Oft er þó gott að sleppa honum lausum til að fá sem flestar “absúrd” hugmyndir, sem hjálpa mikið til við að móta og gera Le Kock að því sem það er. Knútur byrjaði ungur að vinna í eldhúsi, líkt og Markús, hann fékk bakteríuna fyrir matreiðslu á Hótel Valhöll á Þingvöllum, 13 ára gamall og hefur hann varla stigið fæti út úr eldhúsinu síðan þá.

Hann lærði fræði sín á Hótel Holt, þar sem að hann fékk frábæran grunn af klassískri Franskri matargerð. Það hefur reynst honum vel í matreiðslukeppnum og vinnu.

Hann tók sér hlé frá náminu árið 2013 en hélt þó áfram að vinna á veitingastöðum hér og þar um landið en byrjaði svo á Mat og Drykk, haustið 2015 og þar kynnist hann Markúsi og Kalla og fer hugmyndin um Le Kock á flug.

Hann á sér allt of mörg áhugamál og þyrfti helst að klóna hann til þess að hann gæti sinnt þeim öllum af fullum krafti.

Ef að Knútur væri ekki matreiðslumaður væri hann eflaust leikari, húsgagnahönnuður eða einhverskonar listaspíra með vinnustofu sem minnti helst á tónlistarskúr þar sem málarar, smiðir eða hönnuðirhéldu sig á. Þar sem öll hans nánasta fjöldskylda er nákvæmlega eins er því ekki erfitt að komast í slíka skúra þar sem öll smíði og hönnun á framtíðar vögnum eða popup básum mun fara fram í á komandi árum.

Ofan á allt vesenið og dillurnar þá er Knútur tiltölulega nýbakaður faðir og sæmir því hlutverki betur en öllu hinu.